25.8.2008 | 02:09
hæ
Það gengur nú víst ekkert voðalega vel hjá mér að blogga og eru farnar að heyrast háværar raddir um að ég þurfi að skrifa eitthvað hérna inn.
Skólarnir eru að byrja hjá okkur öllum í fjölskyldunni og nei þið lásuð ekki vitlaust ég er búin að skrá mig í skóla einu sinni enn. Ég ætlaði ekkert í skóla en ákvað svo að klára síðasta áfangann í þýsku og taka einn spænsku áfanga með. Ég var eitthvað að taka það saman um daginn hvað ég er búin að fara í marga framhaldsskóla og ég er að byrja í þessum fimmta en vantar samt ennþá einhverjar 40 einingar í að klára stúdentinn en ég er að vísu orðinn búfræðingur . Christoph er að halda áfram með meistaranámið sitt og Nökkvi er að fara í 4 bekk í Háaleitisskóla þannig að það verður nóg að gera hjá okkur í vetur.
Ég er búin að panta flug heim um jólin JESS! en ég verð bara í viku þannig að gamlársdag verð ég fyrir sunnan en það er allt í lagi því ég á svo mikið af ættingjum í Rvk.
Jæja ég þarf víst að halda áfram að vinna
Svala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2008 | 05:52
Loksins komin með blogg
Jæjæ gott fólk Þá er maður víst bara farinn að blogga eins og allir hinir. Hélt reyndar aldrei að þetta ætti eftir að gerast en já svona fór það bara.
Ég bý víst á Vallarheiði núna sem er ágætt fyrir utan einstöku herþotu sem flýgur yfir blokkina þegar ég er að reyna að sofa eftir næturvakt. Ég er semsagt farin að vinna í móttökunni á hóteli hér í Keflavík sem er bara fínt en næturvaktirnar geta orðið ansi langar (sem útskýrir það afhverju ég er farin að blogga).
Best að halda áfram að vinna
Svala
Bloggar | Breytt 25.8.2008 kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)